Ágúst ráðinn þjálfari U20 ára liðsins

Ágúst Björgvinsson
Ágúst Björgvinsson mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Körfuknattleikssamband Íslands hefur samið við Ágúst Björgvinsson um að þjálfa U20 ára lið karla næstu tvö sumur í komandi verkefnum. Liðið mun taka þátt í Evrópukeppni FIBA á komandi sumri en þá verður leikið í Matoshinos á Portúgal.

Ágúst býr yfir mikilli reynslu og hefur auk þess bæði þjálfað yngri lið KKÍ og séð um þjálfaramenntun sambandsins. 

Hann er um þessar mundir að skoða stöðu aðstoðarþjálfara hjá sér og síðan mun hann fylgjast náið með leikmönnum í deildum og leikjum fram á vorið þegar formlegar æfingar hefjast.

Ágúst er sem stendur þjálfari karlaliðs Vals og mun halda áfram þjálfun þess meðfram U20 ára liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert