Stilla saman strengina

Þóra Kristín Jónsdóttir í leik gegn Bosníu seint á síðasta …
Þóra Kristín Jónsdóttir í leik gegn Bosníu seint á síðasta ári. Hún er í íslenska liðinu sem keppir á Smáþjóðaleikunum í næstu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mótið fer í að þreifa fyrir sér með liðið, láta reyna á hvernig leikmenn blandast saman á leikvellinum og þróa leikkerfi og fleira í þeim dúr. Semsagt byrja á því að stilla saman strengina.“

Þetta sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, spurður hvað hann sem nýtekinn við starfinu vill fá út úr sínu fyrsta móti með landsliðið en liðið tekur þátt í Smáþjóðaleikunum sem hefjast í Svartfjallalandi eftir helgina.

„Þetta er fyrsta verkefnið okkar saman og þar af leiðandi þarf ég að læra inn á liðið og leita eftir svörum við spurningum sem brenna á mér sem nýjum þjálfar. Mótið er kærkominn undirbúningur fyrir mig og leikmenn áður en undankeppni EM hefst í nóvember,“ sagði Benedikt ennfremur en íslenska landsliðið heldur út til Svartfjallands á morgun eins aðrir keppendur Íslands á leikunum.

Sjá viðtal við Benedikt í heild á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert