Margrét í Garðabæinn

Margrét Sturlaugsdóttir og Birgir Kristmannsson, formaður körfuknattleiksdeildar.
Margrét Sturlaugsdóttir og Birgir Kristmannsson, formaður körfuknattleiksdeildar. Ljósmynd/Stjarnan

Stjarnan hefur ráðið Margréti Sturlaugsdóttur til að stýra kvennaliði félagsins í körfuknattleik næstu þrjú árin.

Stjarnan tilkynnti í júní að liðið myndi draga kvennaliðið úr keppni í efstu deild og senda liðið til keppni í 1. deild í staðinn. Margir leikmenn hefðu yfirgefið félagið og fram undan væri tími uppbyggingar þar sem leikmenn í yngri flokkum félagsins yrðu mótaðir.

Í tilkynningu frá Stjörnunni segir meðal annars: „Með þessari ráðningu sýnir Kkd Stjörnunnar að yfirlýst markmið um uppbyggingu voru ekki orðin tóm, enda eru fáir þjálfarar á Íslandi sem hafa meiri metnað fyrir uppbyggingu körfuboltans en Margrét. Hún hefur sannað það oftar en einu sinni og í raun óþarfi að tíunda það fyrir körfuboltaáhugakonum og -mönnum á Íslandi. Fyrr í sumar varð hún fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast með FECC-gráðu FIBA.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert