Besti leikur Tryggva með Zaragoza

Tryggvi Snær Hlinason í leik með Zaragoza.
Tryggvi Snær Hlinason í leik með Zaragoza. Ljósmynd/Zaragoza

Tryggvi Snær Hlinason landsliðsmaður í körfuknattleik var í aðalhlutverki hjá Zaragoza í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Fuenlabrada, 105:85, í spænsku A-deildinni í körfuknattleik.

Tryggvi setti persónulegt met í deildinni með því að skora 24 stig en hann var langstigahæstur hjá Zaragoza, og einnig með flest framlagsstig, 33 talsins. Þá tók hann 9 fráköst og átti tvær stoðsendingar. Tryggvi lék í 28 mínútur í leiknum.

Þetta var aðeins sjötti sigur Zaragoza í fyrstu átján leikjunum en liðið er í fjórtánda sæti af nítján liðum í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert