Skýr skilaboð frá Grindavík

Grindvíkingar hafa byrjað mótið af krafti þrátt fyrir brotthvarf Sigtryggs …
Grindvíkingar hafa byrjað mótið af krafti þrátt fyrir brotthvarf Sigtryggs Arnars Björnssonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grindvíkingar hafa ekki látið það áfall að missa landsliðsmanninn Sigtrygg Arnar Björnsson í atvinnumennsku rétt áður en Íslandsmótið hófst aftur fyrr í þessum mánuði slá sig út af laginu.

Þeir eru efstir í Dominos-deild karla með átta stig eftir fyrstu fjóra leikina og innbyrtu fjórða sigurinn í gærkvöld þegar Haukar komu í heimsókn suður með sjó, 82:75. Þrír sigrar eru í höfn á einni viku eftir að keppni fór í gang á ný og Grindvíkingar hafa með þeim sent skýr skilaboð um að þeir ætli sér að vera með í baráttunni í vetur.

Kristinn Pálsson tryggði sigurinn með þriggja stiga skoti rétt fyrir leikslok þegar hann kom Grindavík í 80:75. Hann og eistneski framherjinn Joonas Järveläinen voru atkvæðamestir í liðinu með 20 stig hvor og Dagur Kár Jónsson skoraði 17. Hjá Haukum var Breki Gylfason með 16 stig og 10 fráköst og Brian Fitzpatrick 15 stig og 10 fráköst.

KR í vandræðum með Hött

KR lenti í miklum vandræðum með nýliða Hattar í Vesturbænum og var undir lengi vel en náði að knýja fram sigur í lokin, 113:108. Annar sigur KR í röð eftir tvö töp í byrjun móts en nýliðarnir frá Egilsstöðum eru áfram án stiga.

„Í fyrri hálfleik áttu KR-ingar í erfiðleikum með varnarleik Hattar og náði til að mynda Ty Sabin einungis að skora 7 stig í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá til KR-inga og munaði þar miklu um að losnaði meira um Sabin í sóknarleik liðsins, sem skoraði að lokum 29 stig í leiknum,“ skrifaði Gunnar Egill Daníelsson m.a. um leikinn á mbl.is.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert