Geta ekki spilað á nýja heimavellinum

ÍR-konur fagna eftir að hafa unnið sér sæti í úrvalsdeildinni …
ÍR-konur fagna eftir að hafa unnið sér sæti í úrvalsdeildinni í vor. mbl.is/Árni Sæberg

Nýliðar ÍR í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik geta ekki spilað fyrsta heimaleikinn í nýju íþróttahúsi félagsins við Skógarsel í Reykjavík í kvöld eins og til stóð.

ÍR-konur mæta Fjölni í kvöld en sá leikur hefur verið fluttur yfir á gamla heimavöllinn þeirra í íþróttahúsi Seljaskóla og hann hefst þar klukkan 19.15. Samkvæmt tilkynningu KKÍ er vinnu við tengingu á leikklukku nýja hússins ekki lokið.

Bæði liðin töpuðu í fyrstu umferð deildarinnar en þá sóttu ÍR-konur heima heim og biðu lægri hlut, 104:53. Fjölnir tapaði fyrir Grindavík, 87:75.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert