Skallagrímur knúði fram oddaleik

Skallagrímur vann öruggan sigur í kvöld.
Skallagrímur vann öruggan sigur í kvöld. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Skallagrímur vann öruggan sigur á Þór frá Akureyri, 99:73, þegar liðin áttust við í fjórða leik undanúrslita umspils um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Borgarnesi í kvöld.

Liðin mætast því í oddaleik á Akureyri á laugardag um hvort þeirra fer í úrslitaeinvígið um lausa sætið í úrvalsdeildinni.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en var Skallagrímur með nauma forystu, 43:38, í hálfleik.

Í síðari hálfleik tóku heimamenn leikinn yfir, juku forskotið jafnt og þétt og unnu að lokum sannfærandi 26 stiga sigur.

Magnús Engill Valgeirsson var stigahæstur í leiknum með 25 stig fyrir Skallagrím. Darius Banks bætti við 19 stigum, níu fráköstum og sjö stoðsendingum.

Stigahæstur hjá Þór var Jason Gigliotti með 18 stig og fimm fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert