Grindavík sló meistarana úr leik

Callum Lawson skýtur að körfu Grindvíkinga í kvöld. Ólafur Ólafsson …
Callum Lawson skýtur að körfu Grindvíkinga í kvöld. Ólafur Ólafsson er til varnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grindavík varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta er liðið lagði Tindastól að velli í æsispennandi leik í Smáranum í Kópavogi. Urðu lokatölur 91:89 og vann Grindavík einvígið 3:0.

Tindastóll byrjaði af miklum krafti og náði mest 18 stiga forskoti undir lok fyrsta leikhluta, 36:18. Grindavík svaraði með góðum öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 49:48, Tindastóli í vil.

Var seinni hálfleikurinn jafn og æsispennandi allan tímann, en Dedrick Basile tryggði Grindavík sigurinn með körfu tæpum tveimur sekúndum fyrir leikslok.

DeAndre Kane var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig. Daniel Mortensen kom næstur með 16 stig og tíu fráköst.

Jacob Calloway kom sterkur af bekknum hjá Tindastóli og skoraði 22 stig. Callum Lawson bætti við 17.  

Grindavík 91:89 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert