Fimm settu Íslandsmet í lyftingum

Verðlaunahafar í kvennaflokki í ólympískum lyftingum. Frá vinstri Birna Aradóttir …
Verðlaunahafar í kvennaflokki í ólympískum lyftingum. Frá vinstri Birna Aradóttir (2. sæti), Mille Søgaard (1. sæti), Katla Björk Ketilsdóttir (3. sæti). Lyftingasamband Íslands

Keppni í ólympískum lyftingum á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöll í gær. Mótið var boðsmót og fengu 16 stigahæstu Íslendingarnir að taka þátt ásamt fjórum erlendum gestum.

Dönsku gestirnir, Mille Søgaard og Tim Kring, sigruðu í stigakeppni mótsins. Birna Aradóttir úr Stjörnunni var í öðru sæti í kvennaflokki og Katla Björk Ketilsdóttir úr Massa í því þriðja. Í karlaflokki var Bar Lewi frá Ísrael í öðru sæti en Einar Ingi Jónsson úr Lyftingafélagi Reykjavíkur í þriðja sæti.

Fimm keppendur settu Íslandsmet á mótinu. Birna Aradóttir, silfurverðlaunahafi í kvennaflokki, setti Íslandsmet í snörun í 64 kg flokki þegar hún lyfti 83 kg. Lyftan var bæði Íslandsmet í kvennaflokki og U23. 

Einar Ingi Jónsson tvíbætti Íslandsmetið í jafnhendingu í 73 kg flokki, fyrst 146 kg og svo 150 kg. Hann tvíbætti einnig metið í samanlögðu, fyrst 262 kg og svo 266 kg. Árni Rúnar Baldursson hafði rétt á undan sett met í samanlögðu í 73 kg flokknum með því að lyfta 260 kg en það stóð ekki lengi og var eins og áður segir tvíbætt af Einari Inga.

Í 89 kg flokki setti Daníel Róbertsson tvö Íslandsmet. 157 kg í jafnhendingu og 284 kg í samanlögðu.

Hrund Scheving setti síðan þrjú ný met í öldungaflokki kvenna 40 ára og eldri. 73 kg í snörun, 94 kg í jafnendingu og 167 kg samanlagt. Hrund keppir í 71 kg flokki.

Nánari úrslit má finna á vef Lyftingasambands Íslands.

Verðlaunahafar í karlaflokki í ólympískum lyftingum. Frá vinstri Bar Lewi …
Verðlaunahafar í karlaflokki í ólympískum lyftingum. Frá vinstri Bar Lewi (2. sæti), Tim Kring (1. sæti), Einar Ingi Jónsson (3. sæti). Lyftingasamband Íslands
Tim Kring frá Danmörku sigraði í karlaflokki.
Tim Kring frá Danmörku sigraði í karlaflokki. Lyftingasamband Íslands
Mille Søgaard frá Danmörku sigraði í kvennaflokki.
Mille Søgaard frá Danmörku sigraði í kvennaflokki. ÍBR/Ólafur Þórisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert