Segir bankakerfið mjög heilbrigt

Jamie Dimon, framkvæmdastjóri JPMorgan Chase.
Jamie Dimon, framkvæmdastjóri JPMorgan Chase. AFP

Framkvæmdastjóri bandaríska bankans JPMorgan Chase sagði í dag að bandaríska bankakerfið hefði náð fullri heilsu, tíu árum eftir að fall Lehman Brothers markaði upphaf dýpstu efnahagslægðar frá Kreppunni miklu árið 1929.

„Bankakerfið er mjög, mjög, mjög heilbrigt,“ sagði framkvæmdastjórinn, Jamie Dimon, í einkaviðtali í þættinum This Week á ABC-sjónvarpsstöðinni í dag. Hann sagði jafnframt að stjórnmálamenn gætu verið glaðir með sín störf frá efnahagshruni, þar sem gjaldþrot Lehmans Brothers „myndi ekki eiga sér stað í dag“.

„Það verður kreppa einn daginn, en það verður ekki í bankakerfinu. Það verður líklega tengt einhverju öðru,“ sagði forstjórinn, sem kvaðst einnig gefa Donald Trump Bandaríkjaforseta „nokkuð góða“ einkunn fyrir aðgerðir hans í efnahagsmálum vestanhafs frá því að hann tók við embætti.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK