Innflutningur á hjólum að ná jafnvægi

Innflutningur á hjólum hefur verið minni í ár samkvæmt bráðabirgðatölum …
Innflutningur á hjólum hefur verið minni í ár samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. mbl.is/​Hari

22% samdráttur er á innflutningi á hjólum samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar ef bornir eru saman fyrstu átta mánuðir þessa árs við sama tímabil í fyrra. Árið 2017 voru samkvæmt tölum Hagstofunnar 24.720 hjól flutt til landsins og á fyrstu átta mánuðum ársins 2017 var fjöldi innfluttra hjóla 23.005. Miðað við sama tímabil í ár hafa aðeins verið flutt inn rúmlega 18 þúsund hjól og er það um 22% samdráttur í innflutningi.

Misgóður rekstur

Rekstrartekjur fimm stærstu hjólreiðasérverslana landsins voru um 1,7 milljarðar íslenskra króna árið 2017. Hjólreiðaverslun Arnarins seldi langmest, en sala fyrirtækisins var um 979,6 milljónir í fyrra á meðan rekstrartekjur verslananna Hjólaspretts, Kríu, Marksins og TRI voru samanlagt 733 milljónir. Rétt er þó að taka fram að rúmur helmingur rekstrartekna Arnarins stafar af sölu á hjólum að sögn eiganda fyrirtækisins, Jóns Péturs Jónssonar, en fyrirtækið selur einnig golfvörur og vörur fyrir börn.

Rekstur þessara fimm verslana var nokkuð mismunandi í fyrra. Á meðan rekstrartekjur hafa aukist hjá Hjólaspretti, Markinu og TRI dróst sala saman hjá Erninum og Kríu. Sala síðastnefnda fyrirtækisins dróst t.a.m. saman um 18,9 milljónir frá 2016 til 2017.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK