40% álvera heims eru rekin með tapi

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls.
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls. mbl.is/Golli

Um 40% álvera í heiminum eru rekin með tapi, miðað við álverð og hráefniskostnað. Kom þetta fram á haustfundi evrópsku álsamtakanna í október. Álverð hefur lækkað um 200 dollara síðan og þó að meðalverð áls á þessu ári sé hærra en á síðasta ári er verðið núna komið undir meðaltal síðasta árs.

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álfyrirtækja á Íslandi, upplýsir þetta.

Norðurál á Grundartanga sagði í fyrradag upp 20 starfsmönnum. Ástæðan var sögð þróun innlendra og erlendra kostnaðarþátta.

Þrjú álver eru hér á landi. Hjá þeim eru rúmlega 1.500 starfsmenn og rúmlega 500 að auki í föstum störfum hjá verktökum og þjónustufyrirtækjum á álverssvæðum. Laun og launatengdur kostnaður er 18,5 milljarðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK