Ísland dýrasti áfangastaður Evrópu

Ferðamenn á Íslandi þurfa að greiða hærra verð fyrir flestar …
Ferðamenn á Íslandi þurfa að greiða hærra verð fyrir flestar vörur og þjónustu en í öðrum löndum heimsins. mbl.is/Árni Sæberg

Ferðamenn sem koma til Íslands greiða tæplega tvöfalt hærra verð fyrir vörur og þjónustu en að meðaltali innan Evrópusambandsins. Ísland er um þessar mundir dýrasta land Evrópu og að öllum líkindum einn dýrasti áfangastaður heims fyrir ferðamenn. Þetta er meðal þess sem mun koma fram í skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna á Íslandi, en skýrslan verður kynnt í næstu viku.

Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að verðlag á Íslandi sé um 84% hærra en að meðaltali í aðildarríkjum Evrópusambandsins árið 2017. Segir að verðlag á algengum vörum og þjónustu sem ferðamenn nota hafi hækkað langt umfram verðlag í Evrópu undanfarinn áratug og er nefnt að verð áfengra drykkja sé hátt í þrefalt hærra en að meðaltali í Evrópusambandinu.

Skýrslan verður kynnt í heild næsta fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK