Tap Air France-KLM eykst enn frekar

AFP

Tap evrópska flugfélagsins Air France-KLM jókst enn frekar á fyrsta ársfjórðungi og er það rakið til hækkunar á eldsneytisverði og aukinnar samkeppni þrátt fyrir fjölgun farþega.

Tapið nam 320 milljónum evra en á sama tímabili í fyrra, janúar til mars, nam tapið 269 milljónum evra.

Hlutabréf flugfélagsins lækkuðu um rúm 4% í verði við opnun kauphallarinnar í París morgun. 

Flugfélagið hefur reynt að draga úr kostnaði en í tilkynningu kemur fram að hátt eldsneytisverð og fleira hafði áhrif á reksturinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK