Þreföldun í rafbókum

Auk þess að selja áþreifanlegan varning selur Heimkaup rafbækur.
Auk þess að selja áþreifanlegan varning selur Heimkaup rafbækur.

Þreföldun hefur orðið í sölu rafrænna námsbóka nú í ágúst hjá netversluninni Heimkaup.is, miðað við sama mánuð á síðasta ári, að sögn Sigurðar Pálssonar verkefnastjóra. Hann segir að stefnt sé að því að selja yfir sex þúsund bækur í ár. Til samanburðar seldust að hans sögn um tvö þúsund bækur allt árið í fyrra.

„Í gær [í fyrradag] seldi ég til dæmis 150 eintök af bók um Python-forritunarmálið, og þar með er sú bók orðin sú söluhæsta á árinu hjá okkur,“ segir Sigurður.

Á Heimkaup.is eru sex þúsund titlar í boði, en Sigurður segir að í gegnum samstarfsaðila verslunarinnar, Vital Source, sem útvegar kerfisgrunninn sem bækurnar fara í gegnum, hafi Heimkaup.is aðgang að 600 þúsund titlum. Helsti vandinn var að sögn Sigurðar að ná að flokka bækurnar nógu vel og skilmerkilega svo auðvelt væri fyrir nemendur og aðra að finna það sem þeir leita að, en þetta hafi Heimkaup.is nú leyst. Hann segir að reglulega bætist við nýjar bækur og nýir flokkar. „Ég var til dæmis að taka inn þúsund titla frá fyrirtæki sem sérhæfir sig í bókum um líkamsrækt og heilsu. Ég vinn með World Class-líkamsræktarstöðinni í markaðssetningu bókanna, og læt prentuð eintök liggja frammi á stöðvunum til kynningar.“

Önnur nýjung sem Heimkaup.is hafa bryddað upp á í markaðssetningu námsbókanna er að vinna náið með nemendafélögum í háskólum landsins. Hefur það nú þegar gefið góða raun að sögn Sigurðar. Félögin kynni bækur inni í lokuðum Facebook hópum, en á móti bjóði Heimkaup.is tímabundna afslætti af bókum og fari í leiki þar sem hægt er að vinna gjafabréf í versluninni.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK