Segja upp fólki í sparnaðarskyni

AFP

Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler greindu frá því í dag að starfsfólki yrði sagt upp á næstunni og er ætlunin að spara einn milljarð evra, 138 milljarða króna, með uppsögnunum fyrir árslok 2022. 

Framleiðandi Mercedes-Benz er um þessar mundir að skipta yfir í umhverfisvænni bifreiðar í framleiðslu sinni og fylgir mikill kostnaður breytingunni. Eins hefur haft slæm áhrif á rekstur fyrirtækisins að minni eftirspurn er á bílamarkaði í heiminum, kostnaðarsamar innkallanir og sektir fyrir að hafa selt bifreiðar sem ekki uppfylltu skilyrði um útblástursheimildir. 

Ekki kemur fram í tilkynningu hvernig verði staðið að uppsögnunum en í frétt Süddeutsche Zeitung í síðustu viku kom fram að stefnt yrði að uppsögnum 1.100 millistjórnenda víða um heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK