Dótturfélag Skeljungs ekki í söluferli

„Frétt sem birtist á RÚV þess efnis að dótturfélag Skeljungs, P/F Magn, væri komið í söluferli, er ekki rétt“. Á þessum orðum hefst yfirlýsing Skeljungs til Kauphallar fyrr í dag. Hafnar olíufélagið þar fréttum af meintu söluferli dótturfélags þess. 

Í tilkynningunni segir enn fremur að vísað hafi verið til þess í frétt RÚV að salan væri hluti af endurskipulagningu Skeljungs. Það er þó ekki rétt þar sem engar ákvarðanir hafa verið teknar  um endurskipulagningu þess.

Í viðtali við ViðskiptaMoggann fyrr í mánuðinum greindi Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Skeljungs, frá því að til greina kæmi að selja rekstur félagsins í Færeyjum, P/F Magn. Þá sé enn fremur til skoðunar að fjárfesta þess í stað í Bretlandi. Engar ákvarðanir þess efnis hafa þó verið teknar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK