Ómetanleg umfjöllun

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, útskýrir eldgosið í …
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, útskýrir eldgosið í Geldingadölum fyrir Bill Whitaker fréttamanni 60 Minutes. Ljósmynd/Skjáskot af YouTube

Gera má ráð fyrir að milljónir manna hafi horft á bandaríska fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes á sjónvarpsstöðinni CBS um síðustu helgi þar sem fjallað var um eldgosið í Geldingadölum. Að meðaltali horfa 7,5 milljónir manna á þáttinn.

Það áhorf kemur til viðbótar miklu áhorfi á útsendingu Good Morning America á sjónvarpsstöðinni ABC frá eldgosinu í lok apríl sl. en meðaláhorf á þann þátt er 3,2 milljónir. Enn fremur náðu landkynningarmyndbönd sem sýnd voru í auglýsingahléi í útsendingu frá keppni í rafíþróttum í Laugardalshöll til feikilegs fjölda manna.

Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu, útflutnings og fjárfestingar hjá Íslandsstofu, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að umfjallanir jafn virtra miðla og CBS og ABC séu ómetanlegar fyrir Ísland.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK