Heildarupphæð bílalána sló met

Kaup á nýjum bílum halda áfram að aukast en einstaklingar virðast margir nýta aukinn sparnað til kaupa á nýjum bílum en auk þess hafa hrein bílalán til heimilanna aukist verulega.

Rafbílavæðingin gengur vel ef marka má nýjustu tölur, en vel rúmur meirihluti nýskráðra ökutækja gengur fyrir rafmagni að öllu leyti eða hluta, að því er fram kemur í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Nýjar lánveitingar til íslenskra heimila vegna bílakaupa, umfram uppgreiðslur, námu 25,4 ma.kr. á síðustu 12 mánuðum. Heildarupphæð bílalána í mars síðastliðnum sló met og hefur ekki verið hærri frá því Seðlabankinn tók að mæla ný útlán árið 2013. 

Samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu hafa alls um 9.600 bifreiðar verið nýskráðar á fyrstu fimm mánuðum ársins sem er um 65% aukning frá fyrra ári, miðað við sama tímabil.

Ef fyrstu fimm mánuðir ársins eru bornir saman við sömu mánuði árið 2017, þegar fjöldi nýskráðra bíla náði hámarki sjáum við að 31% færri bílar eru nú nýskráðir.

Ef skoðuð er sala nýrra fólksbíla, samkvæmt Bílgreinasambandinu, eykst sala um 63% milli ára sem er í góðu samræmi við tölur Samgöngustofu. Alls hafa selst 6.844 nýir fólksbílar fyrstu fimm mánuði ársins, en á sama tímabili í fyrra seldust 4.208 nýir bílar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK