Advania og atNorth í samstarf á Akureyri

Gagnaver atNorth.
Gagnaver atNorth. Ljósmynd/Aðsend

Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth og upplýsingatækniþjónustufyrirtækið Advania hafa útvíkkað samstarf fyrirtækjanna í kjölfar opnunar gagnavers atNorth á Akureyri á síðasta ári.

Advania hefur um langa hríð notið þjónustu atNorth í gagnveri fyrirtækisins í Hafnarfirði, auk vistunar í gagnaverum fyrirtækisins í Svíþjóð og Finnlandi, að því er segir í tilkynningu.

Stækkun gagnaversins á Akureyri eykur möguleika á landfræðilegum aðskilnaði í þjónustu atNorth innan Íslands og undirstrikar áherslu fyrirtækisins á gagnaöryggi auk hagræðingar sem fæst við dreifingu álags og með auknum afköstum.

Kalli á landfræðilegan aðskilnað

„Nýtt gagnaver atNorth á Akureyri undirbyggir enn frekar öryggi gagna hjá okkur,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Advania, í tilkynningunni.

Hann nefnir sem dæmi að regluumhverfi sumra fyrirtækja sem vinna með viðkvæma gagnagrunna kalli á landfræðilegan aðskilnað við vistun gagna. „Núna náum við slíkum aðskilnaði og speglun gagna innanlands í gagnaverum atNorth.“

Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth segir ánægjulegt að Advania kjósi að útvíkka langt viðskiptasamband fyrirtækjanna með því að nýta sér þjónustu gagnavers atNorth á Akureyri.

„Við erum stolt af auknu þjónustuframboði fyrirtækisins með áherslu á öryggi og tryggar tengingar og eins lítið kolefnisfótspor og kostur er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK