Stöðugildum fækkar um fjórtán hjá Eimskip og TVG-Zimsen vegna skipulagsbreytinga sem ætlað er að einfalda skipulag fyrirtækisins og hagræða rekstri, að því er fram kemur í tilkynningu frá Eimskip. Meira
Í dag verður farið í fyrstu siglinguna í nýju leiðarkerfi Eimskips þegar Brúarfoss heldur frá Reykjavík norður fyrir Ísland með tengingu við Færeyjar, Bretland og meginland Evrópu. Þetta er ein stærsta breyting sem gerð hefur verið á kerfi félagsins frá stofnun þess að mati forstjórans. Meira
Sjóðir í rekstri sjóðastýringafélagsins Stefnis hafa aukið hlutdeild sína í Eimskiptafélaginu um sem nemur 411 milljónum króna og er hlutur sjóðanna nú kominn yfir 5%. Þetta kemur fram í flöggun til Kauphallarinnar, en eftir kaupin eiga sjóðirnir um 10,5 milljón hluti í félaginu. Meira
Hagnaður Eimskipa nam um 2 milljörðum á síðasta ári, en flutningsmagn í áætlanasiglingum jókst um 3,4% milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir á árinu 2012 námu 40,8 milljón evrum sem er vöxtur um 8,8% frá fyrra ári. Laun forstjóra félagsins námu um 5 milljónum á mánuði. Meira
Markaðsdagur Eimskipa var haldinn í dag á Hótel Nordica þar sem þjónusta fyrirtækisins á Norður-Atlantshafi var kynnt. Margt var um manninn eins og myndirnar sýna. Meira
Ný hraðþjónusta sem kallast eBOX hefur verið tekin í notkun hjá Eimskip og er ætlunin að bjóða þar með upp á hraðari og einfaldari lausnir til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Þessar sendingar fara þannig seinastar um borð í skipin, en fyrst út hér á Íslandi. Meira
Eimskip hefur birt lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins, en félagið var skráð á markað í Kauphöllinni í síðustu viku. Meðal stærstu hluthafa er bandaríska fyrirtækið Yucaipa, lífeyrissjóðir, íslensku bankarnir og sjóðir tengdir bönkunum. Meira
Viðskipti með bréf Eimskips hófust í Kauphöllinni í dag og hafa bréf félagsins hækkað um 8% frá því í útboðinu þar sem verð var 208 krónur á hlut. Viðskipti með bréfin hafa verið um 270 milljónir það sem af er degi, en gengi þeirra stendur nú í 224,5 krónum á hlut. Meira
Fjármálaeftirlitið fann ekki dæmi þess efnis að viðskipti með hlutabréf Eimskipafélags Íslands hafi verið framkvæmd á grundvelli innherjaupplýsinga. Vakin er þó athygli á mikilvægi þess að þátttakendum í lokuðum útboðum sé gert ljóst fyrirfram um takmarkanir og skilmála, t.d. hvort fyrirvarar við tilboð séu heimilaðir. Meira