Karl III sagður „mjög veikur“

Karl III Bretakonungur.
Karl III Bretakonungur. AFP/Yoan Valat

Hnignandi heilsa Karls III Bretakonungs er farin að valda áhyggjum meðal vina og fjölskyldumeðlima.

Karl konungur, sem er 75 ára, var greindur með krabbamein snemma árs. Fannst krabbameinið er hann fór í aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli. Ekki hefur verið gefið upp hvaða tegund af krabbameini Karl III berst við.

„Hann er mjög veikur“

Góðvinir bresku konungsfjölskyldunnar segja ástandið afar slæmt en viðurkenna að Karl konungur sé staðráðinn í að sigrast á meininu.

„Fólk er bjartsýnt en hann er mjög veikur, mun veikari en sagt hefur verið,“ sagði ónefndur innanbúðarmaður við Tom Sykes, sérfræðing í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar.

Sykes sagðist einnig hafa heyrt að það væri nú verið að líta yfir gögn, titluð Operation Menai Bridge, sem innihalda upplýsingar um skipulag konunglegra útfara.

Karl III var krýndur konungur Bretlands þann 6. maí 2023. Hann tók við krúnunni eftir andlát móður sinnar, Elísabetar II. Hún lést þann 8. september 2022, 96 ára að aldri. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav