„Skiljum ekki allt sem er í gangi þarna undir“

Mikil óvissa ríkir um þróun jarðhræringa á Reykjanesskaganum en aldrei áður hefur landris mælst við Svartsengi á sama tíma og gos stendur yfir. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, er nýjasti gestur Hólmfríðar Maríu.

Rétturinn til hreins, heilnæms og sjálfbærs umhverfis

Nýlegur dómur Mannréttindadómstóls Evrópu um loftslagsmál hefur vakið mikla athygli. Mannréttindalögfræðingurinn Jóna Þórey Pétursdóttir segir að dómurinn byggi á rétt einstaklings til þess að vera frjáls frá umhverfislegum skaða.

Atvinnuhorfur fatlaðs fólks bættar

Færninámskeið munu auðvelda fötluðu fólki að fá og stunda vinnu að sögn Söru Daggar Svanhildardóttur, sérfræðings hjá Vinnumálastofnun. Í dag eru þrjú hundruð fatlaðir einstaklingar í atvinnuleit.

Kosningavélarnar ræstar

Senn hefst eiginleg kosningabarátta í forsetakjöri og því tilvalið að spá í spilin um stöðu og horfur. Það gera þau Stefanía Sigurðardóttir þinglóðs Viðreisnar og Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi, þrautreyndir pólitískir rótarar.