Það geta allir lifað heilbrigðum lífsstíl

Evert Víglundsson er þjóðþekktur sem einn af þeim fremstu í hreysti- og heilsuþekkingu hér á landi. Evert hefur kynnt íslendinga fyrir mörgum nýjungum þegar kemur að heilbrigðu líferni og var fyrstur með Crossfit, Bootcamp og nú Hyrox. Evert er fyrirmynd í leik og starfi en hann settist niður með Kristínu Sif og sagði frá því sem hann hefur fengist við í gengum tíðina og einnig spennandi nýjung sem er framundan hjá honum.

Viðvarandi einmanaleiki vaxandi vandamál

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur hefur síðustu ár skoðað einsemd frá ýmsum hliðum. Hún segir einmanaleika vera sammannlegt ástand sem snertir líf fólks á einhverjum tímapunkti æviskeiðsins, misoft og mismikið. Í þættinum varpar Aðalbjörg ljósi á orsök og afleiðingar einmanaleikans og hvaða úrlausna hægt er að grípa til taki svartnættið yfir sökum einsemdar.

„Mér finnst mjög gaman að skera upp“

Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni leið eins og hún væri komin heim þegar hún kom inn á skurðstofu í fyrsta skipti. Mikil aukning er á svuntuaðgerðum eftir að fólk fór í auknum mæli að fara í hjáveituaðgerðir og á megrunarlyf. Hún notar sína eigin aðferð þegar hún gerir svuntur sem hún hefur kynnt á læknaþingum erlendis.

Ekkert kjaftæði stelpa og áfram gakk

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí. Hera er mikill reynslubolti í Euro-heiminum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún tekur þátt fyrir Íslands hönd þar ytra. Hera settist niður með Kristínu Sif í Dagmálum og ræddi um undirbúninginn síðustu mánuðina, Söngvakeppnina hérna heima og einnig það sem gerðist í kjölfar á því að hún var kosin til að fara út til Svíþjóðar og keppa í aðalkeppninni.