Opnunarteiti í tilefni af stækkun

Í tilefni af stækkun verslunarinnar Verkfæralausnir og Lykillausnir verður glæsilegt …
Í tilefni af stækkun verslunarinnar Verkfæralausnir og Lykillausnir verður glæsilegt opnunarteiti í versluninni þriðjudaginn 30. apríl og eru allir velkomnir. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum að stækka verslunina töluvert og þá sérstaklega verkfærahlutann og erum til að mynda að bjóða upp á mikið fleiri rafmagns- og handverkfæri í miklu úrvali og gæðum,“ segir Björn G. Sæbjörnsson, verslunarstjóri Verkfæralausna og Lykillausna að Skútuvogi 1E.

„Verslunin er þrefalt stærri en hún var en við erum ennþá á gamla góða staðnum. Verkfæralausnir og Lykillausnir er hluti af Vélum og verkfærum sem hefur lengi flutt inn verkfæri. Með þessari stækkun erum við að auka úrval verkfæra á markaðnum til bæði heimila og iðnaðarfólks“ segir Björn og bætir við að það sé mikið af vönduðum vörumerkjum í versluninni. „Þar á meðal eru Bahco, Skil, Augusta og DeWalt.

Björn G. Sæbjörnsson, verslunarstjóri Verkfæralausnir og Lykillausnir, segir að í …
Björn G. Sæbjörnsson, verslunarstjóri Verkfæralausnir og Lykillausnir, segir að í versluninni megi finna mikið úrval góðra verkfæra á góðu verði. mbl.is/Árni Sæberg

Góð opnunartilboð

Í tilefni af stækkuninni verður haldin veisla í versluninni þriðjudaginn 30. apríl sem mun standa megnið af deginum, að sögn Björns. „Við verðum með veislu frá klukkan eitt og fram eftir degi; tertu og kaffi fyrrihlutann og svo pylsur, gos og bjór frá fjögur

Við verðum líka með mörg góð opnunartilboð á snjall-lausnum, verkfæraskápum og fleiru. Það verður 10% afsláttur af öllu fyrir utan lykla- og lásaþjónustu og svo verður 30-50% afsláttur inn á milli.“

Verkfæralausnir og Lykillausnir eru til húsa að Skútuvogi 1E en …
Verkfæralausnir og Lykillausnir eru til húsa að Skútuvogi 1E en verslunin hefur stækkað talsvert. mbl.is/Árni Sæberg

Góð verkfæri á góðu verði

Björn segir að það hafi verið mjög mikið að gera í Verkfæralausnum og Lykillausnum og stækkunin sé því til að bregðast við eftirspurn. „Við opnuðum endurbætta verslun Lykillausna formlega fyrir ári síðan og jukum við vöruúrval á sama tíma. Síðan þá hefur eftirspurnin farið stigvaxandi og við höfum þurft að bæta við starfsfólki. Við erum bara á blússandi uppleið,“ segir Björn og talar um að það sé kannski ekki skrýtið.

„Við bjóðum upp á góð verkfæri á mjög góðu verði miðað við það sem gengur og gerist. Úrvalið er líka mjög mikið hjá okkur og ég held að við séum með um 10.000 vörunúmer í boði í vefverslunum okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert