Blinken fer til Ísraels og Jórdaníu

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fer til Ísraels og Jórdaníu í …
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fer til Ísraels og Jórdaníu í vikunni. AFP

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun ferðast til Ísraels og Jórdaníu í vikunni samkvæmt fréttatilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Tilkynningin um ferð Blinkens kemur í kjölfar þess að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ræddu símleiðis um áframhaldandi viðræður um að stöðva sókn Ísraels á Gasasvæðinu. Yrði það gert gegn því að gíslum yrði sleppt.

Blinken er á ferðalagi til Sádi-Arabíu og fer til Ísraels og Jórdaníu eftir það.

Hefur áhyggjur af stöðunni

Fulltrúar Bandaríkjanna, Egyptalands og Katar hafa allir reynt að koma vopnahléi til leiðar í marga mánuði. Að auki hefur þrýstingurinn á stjórnvöld aukist af hálfu almennings.

Biden ítrekaði áhyggjur sínar af því að Ísrael hafi hafið aðgerðir í Rafah sem er borg suður á Gasasvæðinu. Þar hafa yfir ein milljón Palestínumanna leitað skjóls vegna átakanna.

Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Vinnur að vopnahlésaðgerðum

Matthew Miller, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, segir að Blinken muni vinna að vopnahlésaðgerðum. Hann bætti jafnframt við:

„Það eru Hamas-samtökin sem standa á milli palestínsku þjóðarinnar og vopnahlés.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert