Spursmál

Spursmál

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóðandi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, sit­ur fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála. Er þetta fyrsta stóra viðtalið sem Katrín veit­ir eft­ir að hún ákvað að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands. Auk Katrín­ar mæta þau Börk­ur Gunn­ars­son, kvik­mynda­gerðarmaður og fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­full­trúi hjá NATO, og Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, í settið og rýna helstu frétt­ir líðandi viku. Bú­ast má við að upp­lýs­andi umræða skap­ist um átök­in sem eiga sér stað fyr­ir botni Miðjarðar­hafs. Fregn­ir af árás­um Írans og Ísra­el í báðar átt­ir eru mikið áhyggju­efni fyr­ir heims­byggðina og vekja upp ýms­ar spurn­ing­ar hér á landi sem og ann­ars staðar.  Þá hef­ur þróun rík­is­fjár­mál­anna einnig skotið upp koll­in­um í vik­unni sem verður komið inn á í þætt­in­um. Fjár­mál rík­is­ins brenna oft­ar en ekki á land­an­um enda um eitt stærsta hags­muna­mál þjóðar­inn­ar að ræða og margt sem þykir bet­ur mega fara í þeim efn­um.  

#20. - Fyrsta stóra viðtal Katrínar í forsetaframboðiHlustað

19. apr 2024