Óviss um að ná að klára lagið

Ísold söng lagið Vetrarsól af svo mikilli innlifun í beinum útsendingum The Voice að tilfinningarnar voru farnar að vefjast fyrir henni. „Þá lá við að ég myndi ekki ná að klára lagið því ég var komin með ekkasog í endann og byrjuð að titra.“