Salka Sól: „Sé nett sjálfa mig í þér“

Karitas ákvað að taka slagarann Killing Me Softly og setja í splunkunýjan búning í fyrsta þætti beinna útsendinga á The Voice Ísland. Útkoman tókst vel til og sviðsframkoman var ekki síðri. „Þetta ert þú Karitas. Við fengum að sjá þig á þessu sviði í dag og þú ert alveg mögnuð,“ sagði Salka Sól.