Börn sem leika lausum hala á flugvöllum

Börn þurfa að losa mikla orku en það þarf samt …
Börn þurfa að losa mikla orku en það þarf samt að hafa hemil á þeim. Unsplash.com/Hanson Lu

Margir farþegar virðast pirraðir á börnum á flugvöllum.

„Foreldrar virðast leyfa börnunum að leika lausum hala á flugvöllum,“ segir í umfjöllun Christopher Elliott ferðasérfræðings hjá USA Today.

90% farþega segja að foreldrar ættu ekki að leyfa börnum að ráfa um flugvelli án eftirlits, segir í rannsókn ferðavefsins Kayak. 

„Þetta er sífellt að verða að stærra vandamáli,“ segir Howard Pratt sálfræðingur sem sérhæfir sig í hegðun barna. „Það eru ekki allir sem vilja eiga í samskiptum við annarra manna börn sem ekki eru undir eftirliti foreldra sinna. Þetta er ekki bara spurning um að vernda börnin frá ókunnugum heldur líka að hlífa öðru fólki frá því að þurfa að eiga við þessi börn.

„Börn þurfa að hreyfa sig og losa um orku. Það er gott að leyfa þeim að hlaupa um sérstaklega ef þau eiga að sofa í vélinni. En foreldrar verða að vera til staðar og fylgjast með börnunum. Öryggið á alltaf að vera í fyrsta sæti og það er almenn kurteisi að þau séu alltaf undir stjórn forráðamanna,“ segir Bidisha Sarkar barnalæknir.

„Ef barnið reynir að spjalla við aðra farþega þá skulið þið reyna að fylgjast með viðbrögðum farþegans. Ef þeir hafa ánægju af samskiptum við barnið þá þarf ekki að skerast í leikinn. En ef honum finnst þetta leiðingjarnt þá verður þú að grípa inn í og fjarlægja barnið.“

„Allt veltur þetta á barninu. Sum börn eru indæl, önnur ekki. Þá er þetta líka tækifæri til þess að kenna börnum að haga sér í fullorðinslegum aðstæðum, bera virðingu fyrir öðru fólki og læra að setja mörk.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert