Ljósbrot keppir í Cannes

Rúnar Rúnarsson.
Rúnar Rúnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot, hefur verið valin til sýningar í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Myndin verður opnunarmynd í Un Certain Regard-flokki hátíðarinnar, þar sem kvikmyndum sem sýna listræna djörfung er hampað.

Hátíðin verður haldin í Frakklandi 14. til 25. maí næstkomandi. 

„Það var heill her af hæfi­eikaríku fólki sem gerði Ljósbrot að veruleika með dugnaði sínum og elju. Ég á ekki til orð til að lýsa því hvað ég er stoltur af okkur að hafa náð þessum áfanga,“ segir Rúnar á vefsíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu. Upphefst þá rússíbanaferð tilfinninga, þar sem mörkin milli hláturs og gráts, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Elín Hall fer með aðalhlutverk í myndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir