Samþykkir ekki vopnahléstillögu

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els.
Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els. AFP/Leo Correa

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, sagði í dag að ef Ísraelsmenn myndu samþykkja vopnahléstillögur hryðjuverkasamtakanna Hamas myndi það þýða „skelfilegan ósigur“ Ísraels. 

Á fundi ríkisstjórnarinnar sagði hann að ef tillögurnar yrðu samþykktar þýddi það stórsigur fyrir Hamas, Íran og allt hið illa. 

„Því mun Ísrael ekki samþykkja tillögur Hamas, sem þýða uppgjöf, og mun halda áfram að berjast þar til markmið okkar hafa náðst.“

Netanjahú sagðist ekki tilbúinn til þess að samþykkja að Hamas-liðar kæmu úr felum og tæku aftur völd á Gasa. Ef það gerðist myndi Hamas byggja aftur upp hernaðarinnviði sína og halda áfram að ógna Ísraelsmönnum. 

Spilla fyrir 

Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, sakaði Netanjahú um að spilla fyrir þeim sem reyndu að koma á vopnahléi. 

Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas.
Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas. AFP

Sendinefndir Katar, Egyptalands og Bandaríkjanna hittu sendinefnd Hamas í Kaíró í Egyptalandi í gær til þess að reyna að koma á vopnahléi í átökunum sem hafa geisað yfir í sjö mánuði. 

Heimildir AFP-fréttaveitunnar herma að viðræðunum verði haldið áfram í dag. 

Tillögurnar sem lágu fyrir fólust í 40 daga vopnahléi þar sem að ísraelskir gíslar yrðu látnir lausir gegn frelsi palestínskra fanga. 

Haniyeh sagði að Hamas hefðu nálgast viðræðurnar af „alvöru og jákvæðni“.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert