Kynhlutleysi íslenskunnar „snúið“

Afmarkaður hópur hefur skorað á samfélagið að breyta kynnotkun í tungumálinu og rætt hefur verið um kynhlutleysi í því samhengi. Þannig telja sumir t.a.m. að rétt sé að ræða um öll frekar en alla. Eins hefur verið ákall um kynhlutleysi starfstitla svo dæmi sé nefnt.

Þeir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor Emeritus í íslensku og Snorri Másson, fjölmiðlamaður sem menntaður er í íslenskum fræðum eru sammála um að málefnið sé snúið.

„Fyrst var ég opnari fyrir þessu en nú finnst mér þetta bara skrítið,“ segir Snorri um málið.

„Ég held að það sé ekki rétt að þetta séu bara örfáir femínistar (sem vilja breyta tungumálinu). Ég held að þetta sé miklu útbreiddara meðal ungs fólks en við áttum okkur á. Aðal málið er að við sýnum málnotkun annarra umburðarlyndi og tillitsemi,“ segir Eiríkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert