20 handteknir vegna yfirvofandi hryðjuverks í Danmörku

Gerðu lögregla og leyniþjónusta um 20 húsleitir og handtóku 20 …
Gerðu lögregla og leyniþjónusta um 20 húsleitir og handtóku 20 einstaklinga sem að sögn lögreglu höfðu reynt að komast yfir vopn og sprengiefni. AFP

Danska lögreglan hefur handtekið 20 í tengslum við yfirvofandi hryðjuverkaárás þar í landi. Lögreglan, ásamt dönsku öryggislögreglunni PET, réðst í viðamiklar aðgerðir víðs vegar um landið síðdegis í dag, en grunur lék á að hryðjuverk í anda herskárra íslamista væri í bígerð.

Gerðu lögregla og leyniþjónusta um 20 húsleitir og handtóku 20 einstaklinga sem að sögn lögreglu höfðu reynt að komast yfir vopn og sprengiefni.

Jør­gen Ber­gen Skov (t.v.), yfirmaður lögreglunnar í Kaupmannahöfn, ásamt Flemming …
Jør­gen Ber­gen Skov (t.v.), yfirmaður lögreglunnar í Kaupmannahöfn, ásamt Flemming Drejer (t.h.), yfirmanni öryggislögreglunnar PET, á blaðamannafundi nú síðdegis. AFP

Þeir handteknu verða leiddir fyrir dómara á morgun þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald.

„Þetta fólk hafði bæði ásetning og getu til þess að fremja hryðjuverk,“ sagði Bergen Skov, yfirmaður lögreglunnar í Kaupmannahöfn, á blaðamannafundi vegna aðgerðanna.

Ekki liggur fyrir hvar eða hvenær meint hryðjuverkaárás átti að fara fram. Þrátt fyrir að fjöldi manns hafi verið handtekinn telur lögregla að almenningi stafi enn hætta af yfirvofandi hryðjuverkjum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Frétt DR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert