Grunsamleg veðmál í fótboltanum

Menn hafa ólíkar ástæður fyrir því að fylgjast vandlega með …
Menn hafa ólíkar ástæður fyrir því að fylgjast vandlega með leiknum. Stundum er heiðurinn undir, stundum beinharðir peningar. mbl.is/Golli

Veðmálastarfsemi í kringum fótbolta færist í vöxt. Æ fleiri veðja á fótboltaleiki í íslensku deildunum og eftirspurnin er slík að veðmálin ná niður í lítt sótta leiki í öðrum flokki.

Þegar þangað er komið getur verið auðvelt að nálgast upplýsingar um leikina sem veðbönkum er ókunnugt um, eins og til dæmis hvort vanti helsta framherja liðsins í leik dagsins. Þessi staða veldur heilindafulltrúa KSÍ áhyggjum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hann segist vita dæmi þess að þjálfarar í öðrum flokki varðveiti upplýsingar um byrjunarlið í leikjum eins og hálfgerðar hernaðarupplýsingar. „Þeir völdu að tilkynna um byrjunarliðið inni í klefa 45 mínútum fyrir leik, af því að það var svo mikið áreiti á leikmenn fyrir leikina að gefa upp hverjir myndu spila,“ segir hann. Hann segir þetta geta haft neikvæð áhrif á íþróttaandann. KSÍ berast nærri vikulega ábendingar um grunsamleg veðmál á einstaka leikjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert