Í lykilstöðu hjá stóru sjávarútvegsfyrirtæki

Marta Möller, verkstjóri í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum (VSV), og dóttirin …
Marta Möller, verkstjóri í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum (VSV), og dóttirin Ragnheiður Rut nýta gott veður til útivistar. Óskar Pétur Friðriksson

Marta Möller, verkstjóri í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum (VSV), er Eyjakona í húð og hár, fædd 1990 og hefur komið sér vel fyrir með dótturinni, Ragnheiði Rut Ólafsdóttur Möller, í gömlu húsi við Vestmannabrautina.

Hún ólst upp við hefðbundnar aðstæður í Vestmannaeyjum. Kláraði grunnskólann, byrjaði ung að vinna í fiski, stundaði og þjálfaði fimleika af krafti. Núna er hún verkstjóri yfir allri bolfiskvinnslu í Vinnslustöðinni. Þar er í mörg horn að líta og vinnudagurinn oft langur. Ekki varð Covid-19 til að létta róðurinn en með samstöðu allra hefur tekist að sigla fram hjá öllum skerjum og enn sem komið er hefur starsfólkið og um leið Vinnslustöðin í heild sloppið vel í baráttunni við þennan ófögnuð.

„Ég byrjaði að vinna hjá pabba þegar hann var yfir saltfiskinum í VSV og ég í áttunda og níunda bekk. Það gaf meiri pening og meiri vinnu en unglingavinnan. Góður félagsskapur, hresst og skemmtilegt lið og margir sem eru að vinna þarna enn þann dag í dag,“ segir Marta.

Unnið hörðum höndum.
Unnið hörðum höndum. Ljósmynd/Vinnslustöðin

En lífið er ekki bara saltfiskur. „Ég æfði fimleika í þrettán ár og þjálfaði í ein fimm eða sex ár. Var byrjuð að þjálfa með skóla og hélt því áfram þangað til ég var átján ára. Í dag er ég byrjuð aftur að æfa fimleika, svokallaða fullorðinsfimleika. Í nokkur ár vann ég í verslunum en einhvern veginn lá leiðin alltaf aftur í Vinnslustöðina.“

Marta byrjaði á gólfinu en svo lá leiðin upp á við. „Ég var í eftirlitinu, næst flokksstjóri á vöktum í síld, loðnu og makríl þar sem unnið var á vöktum allan sólarhringinn. Árið 2019 fannst mér nóg komið af vöktum. Hentaði illa fyrir heimilislífið og dótturina og þá er mér boðin verkstjórastaðan í bolfisknum. Ég er yfir botnfisksalnum, humrinum sem og öðru. Við verkstjórarnir og flokksstjórar allra deilda vinnum þetta sem heild. Ég með áherslu á botnfisksalinn og hef yfirumsjón yfir vinnslunni sem er mitt aðalsvið. En það tengist á endanum í öllum deildum.“

Heppnar mæðgur

Í dag eru á milli 60 og 70 manns í vinnslunni sem er hinn fasti kjarni. „Svo fjölgar á vertíðinni þegar vinnslan fer á fullt í saltfiski og loðnan sem við fáum loksins kallar á aukinn mannskap.“

Dagurinn er tekinn snemma í fiskinum og sjálf er Marta komin á fætur fyrir allar aldir. „Vinnslan er frá klukkan tíu mínútur í sjö á morgnana til tíu mínútur yfir þrjú eftir hádegi. Það er hefðbundinn vinnutími. Við mæðgurnar vöknum klukkan sex og ég er mætt ekki seinna en hálfsjö. Um hálfátta þegar allt er komið í gang fer ég heim og græja Ragnheiði Rut fyrir skólann, sem tekur tíu mínútur. Við eigum frábæra fjölskyldu hér í Eyjum sem hjálpar okkur mikið. Afi Gústi og amma Fríða skutla henni í skólann áður en þau fara í morgungönguna sína og ég fer aftur í vinnu. Þegar ég þarf að mæta fyrr fær Ragnheiður Rut að sofa hjá ömmum sínum og öfum, ömmu Rut og afa Jonna og Fríðu og Gústa. Þau eru okkar kjarni hér í Eyjum og við erum einstaklega heppnar mæðgur.“

Þetta breytist þegar vaktir eru. „Þá er unnið frá því fimm á morgnana til fimm eða hálfsex á daginn. Tólf tímar og getur verið meira.“

Samskipti á táknmáli

Ef hægt er að tala um blandaða vinnustaði á það við fiskvinnslu út um land allt. Í VSV er um helmingur starfsfólksins af erlendum uppruna.

„Mest eru þetta Pólverjar og Portúgalar og samskiptin ganga vel. Flestir kunna eitthvað í ensku og margir Pólverjarnir, sem hafa sest hér að og eru komnir með fjölskyldu og börn, hafa lært íslensku. Annars notar maður bara táknmál og helstu orð sem fólk skilur. Við erum með tvo pólska flokksstjóra. Annar talar reiprennandi íslensku og hinn ensku og það hjálpar mikið. Þetta er hörkuduglegt fólk sem gaman er að vinna með. Það er góður mórall, allir að vinna saman, hjálpast að og verkefnið er bara eitt, að klára daginn sem best.“

Gríðarlegt magn af fiski ratar í gegnum Vinnslustöðina á hverju …
Gríðarlegt magn af fiski ratar í gegnum Vinnslustöðina á hverju ári. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Miklar kröfur

Fiskur sem fer um hendur fiskvinnslufólks á Íslandi í dag er afurð sem oftar en ekki fer beint á disk neytenda og það eru gerðar miklar kröfur um nýtingu hráefnis, meðferð og hreinlæti. „Við erum að vinna með mat og áherslan því mikil á hreinlæti. Tyggjó og eyrnalokkar eru bannaðir. Þú ferð aldrei inn í vinnsluna nema með hárnet og ekkert má standa út af. Karlar með skegg eru með skeggnet og allir með ermahlífar og þú snertir ekki afurðina án þess að vera í hönskum.“

Þegar talið berst að stöðu fiskverkafólks almennt og viðhorfi fólks til starfa í sjávarútvegi segist Marta vera sátt. „Ég væri ekki í fiski ef ég væri ósátt, alls ekki. Mér líður vel og finnst vinnan skemmtileg. Hún er fjölbreytt og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Mikið um að vera og líf og fjör. Ég get ekki kvartað undan starfsfólkinu okkar. Það virðir mig sem yfirmann en sem verkstjóri er ég ekki að setja mig á hærri hest en aðrir. Vil frekar hafa fólkið með en á móti.

Þegar ég segist vinna sem verkstjóri í fiski, spyr fólk hvað ég sé gömul. Ég svara því og þá er næsta spurning: Hvað ertu búin að vera lengi verkstjóri? Það vekur athygli að þrítug stelpa úr Eyjum sé í þessari stöðu hjá stóru sjávarútvegsfyrirtæki,“ sagði Marta að endingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »