„Við höfum hitt asskoti vel á þetta að undanförnu“

Áhöfninni á Bergi (áður Bergeyju) hefur af og til tekist …
Áhöfninni á Bergi (áður Bergeyju) hefur af og til tekist að ná afbragðs ufsafla. Skipið landaði meðal annars fullfermi af nánast eingöngu ufsa veturinn 2020. Ljósmynd/Guðmundur Alfreðsson

Það hefur almennt verið erfitt fyrir íslensku fiskiskipin að ná ufsanum en nú virðist einhver breytinga hafa orðið þar á, að minnsta kosti hjá ísfisktogaranum Bergi VE.

„Við höfum hitt asskoti vel á þetta að undanförnu,“ segir Jón Valgeirsson skipstjóri í færslu á vef Síldarvinnslunnar. Skipið landaði fullfermi í Vestmannaeyjum á sunnudag og svo aftur í gær og var aflinn langmest ufsi sem fékkst á Öræfagrunni og Síðugrunni.

„Það hefur verið býsna snúið að eiga við ufsann. […] Nú bregður hins vegar svo við að það hefur verið góð ufsaveiði hjá okkur í ágústmánuði,“ segir Jón. „Ufsinn hefur verið á afmörkuðum svæðum og veiðin hefur sjaldnast enst lengi þannig að við höfum einfaldlega verið mjög heppnir. Þessi ufsaveiði kom sér vel í lok kvótaársins og menn eru mjög sáttir við veiðina að undanförnu.“

Aflabrögð þokkaleg en veður misjafnt

Aflinn var hins vegar blandaðu hjá Vestmannaey VE sem landaði í Vestmannaeyjum á mánudag og aftir í gær. Í báðum veiðiferðum sótti skipið miðin á Breiðamerkurdýpi, Öræfagrunni, Síðugrunni, Reynisdýpi, Ingólfshöfða og Víkinni.

Aflabrögð voru þokkaleg en veðrið misjafnt, að sögn Egils Guðna Guðnasonar, skipstjóra á Vestmannaey.  „Í fyrri túrnum var samfelld blíða en í þeim síðari var breytilegt veður og um tíma hundleiðinlegt,“ segir í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »