Virðist ekki standa steinn yfir steini

Margt í úttekt Ríkisendurskoðunar kom flatt upp á Þórunni. „Ég …
Margt í úttekt Ríkisendurskoðunar kom flatt upp á Þórunni. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að staðan væri svona slæm,“ segir hún við mbl.is. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Í skýrslunni eru gefnar margar alvarlegar ábendingar um lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit með sjókvíaeldi við strendur Íslands,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um framangreind atriði þar sem finna má 23 ábendingar um úrbætur.

Kveður Þórunn skýrsluna um úttektina mjög mikla að umfangi og verði hún tekin til rækilegrar skoðunar í nefndinni. „Því miður virðist ekki standa steinn yfir steini í þessu kerfi, hvort sem við erum að tala um ákvörðun um útboð eldissvæða, hvernig burðarþolsmat er framkvæmt, áhættumat vegna erfðablöndunar, þetta eru bara nokkur atriði,“ heldur Þórunn áfram.

Fjölmörg önnur atriði varði til dæmis leyfisveitingar, skort á samstarfi tveggja ráðuneyta og fleiri stofnana, að ekki séu tryggðir fjármunir í lögbundin verkefni, svo sem hvað snertir vöktun og rannsóknir á lífrænu álagi vegna sjókvíaeldis.

Skýra þurfi stöðu fisksjúkdómanefndar

„Stöðu svokallaðrar fisksjúkdómanefndar þarf einnig að skýra og ég gæti haldið lengi áfram,“ segir þingmaðurinn. Ábendingar Ríkisendurskoðunar varði allar hliðar málsins, lagasetningu, óskýra stjórnsýslu, vanfjármögnun og eftirlitsskort og sé þar sannarlega komið eitthvað sem Alþingi þurfi að kryfja til mergjar.

Koma þessar niðurstöður Þórunni á óvart?

„Já, þær komu mér á óvart, ég gerði mér ekki grein fyrir því að staðan væri svona slæm,“ svarar hún, „ég er að sjálfsögðu meðvituð um alls kyns athugasemdir um staðsetningu og skipulag og um hver fær arðinn af þessari starfsemi, ég var vel meðvituð um það. En þessi fjöldi alvarlegra athugasemda við allar hliðar málsins kom mér á óvart og mér finnst þetta alvarleg staða.“

Svo alvarleg staða kallar væntanlega á aðgerðir eða hvað?

„Já, verkefni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er að fara gegnum þessa skýrslu og tala við alla hlutaðeigandi og fá svör við því hvers vegna málum sé svona fyrir komið og skila áliti um leiðir til úrbóta, en ég veit að það eru fleiri innan stjórnkerfisins og á nú von á því að þessi skýrsla sé komin inn á borð bæði þeirra ráðuneyta og stofnana sem hlut eiga að máli,“ segir Þórunn.

Þessir aðilar muni mæta fyrir nefndina og gera grein fyrir því hvernig þeir hyggist bregðast við segir þingmaðurinn að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.5.24 418,64 kr/kg
Þorskur, slægður 12.5.24 542,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.5.24 319,28 kr/kg
Ýsa, slægð 12.5.24 164,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.5.24 146,95 kr/kg
Ufsi, slægður 12.5.24 219,36 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 12.5.24 194,00 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 2.803 kg
Þorskur 31 kg
Rauðmagi 12 kg
Samtals 2.846 kg
11.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.082 kg
Þorskur 648 kg
Steinbítur 352 kg
Keila 62 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 2.152 kg
11.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.910 kg
Steinbítur 1.951 kg
Ýsa 1.266 kg
Hlýri 116 kg
Skarkoli 66 kg
Langa 40 kg
Ufsi 30 kg
Karfi 1 kg
Samtals 13.380 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.5.24 418,64 kr/kg
Þorskur, slægður 12.5.24 542,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.5.24 319,28 kr/kg
Ýsa, slægð 12.5.24 164,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.5.24 146,95 kr/kg
Ufsi, slægður 12.5.24 219,36 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 12.5.24 194,00 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 2.803 kg
Þorskur 31 kg
Rauðmagi 12 kg
Samtals 2.846 kg
11.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.082 kg
Þorskur 648 kg
Steinbítur 352 kg
Keila 62 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 2.152 kg
11.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.910 kg
Steinbítur 1.951 kg
Ýsa 1.266 kg
Hlýri 116 kg
Skarkoli 66 kg
Langa 40 kg
Ufsi 30 kg
Karfi 1 kg
Samtals 13.380 kg

Skoða allar landanir »