Ákærður fyrir tvær nauðganir

Hjónin Katarina Frostenson og Jean-Claude Arnault þegar þau mættu til …
Hjónin Katarina Frostenson og Jean-Claude Arnault þegar þau mættu til veisluhalda í sænsku konungshöllinni í desember 2011. AFP

Enn eru hræringar kringum Sænsku akademíuna (SA) sem velur Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum því saksóknari í Svíþjóð hefur ákært Jean-Claude Arnault, eiginmann fyrrum meðlims akademíunnar, fyrir tvær nauðganir. Frá þessu greinir á vef Sænska útvarpsins (SVT). „Að mínu mati eru sönnunargögnin þess eðlis að ég tel allar líkur á því að hann verði dæmdur,“ segir Christina Voigt saksóknari. Samkvæmt frétt á vef Guardian er um að ræða tvær nauðganir á sömu konunni í október og nóvember 2011. Haft er eftir Voigt að í öðru tilvikinu hafi konan verið sofandi þegar henni var nauðgað, en í hinu tilvikinu hafi hinn ásakaði beitt ofbeldi til að ná fram vilja sínum. Verði Arnault fundinn sekur um nauðgun gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi.

„Umbjóðandi minn er bæði sleginn og uppgefinn,“ segir Björn Hurtig, lögmaður Arnault. Hefur hann eftir Arnault að ásakanirnar séu tilhæfulausar og hann saklaus með öllu. „Það er óheyrilegt áfall að vera ásakaður um svona athæfi. Þessar meintu ásakanir eru komnar til ára sinna og ekki studdar neinum áþreifanlegum sönnunargögnum.“

Þessu er Elisabeth Massi Fritz, lögmaður konunnar, algjörlega ósammála. „Það er heilmikið til af sönnunargögnum sem lögð verða fram fyrir dómi.“ Voigt saksóknari tekur undir þetta og hefur enga trú á að dómsmálið muni einungis snúast um orð þolandans á móti orði ofbeldismannsins. Hún hyggst kalla a.m.k sjö vitni fyrir dóminn.

Arnault er kvæntur Katarinu Frostenson sem fyrr á árinu vék sæti úr akademíunni í kjölfar harðvítugra deilna innan hennar um það hvernig taka skyldi á ásökunum þess efnis að Arnault hefði áratugum saman beitt konur kynferðislegu ofbeldi, en í nóvember sl. stigu 18 konur fram og lýstu reynslu sinni í Dagens Nyheder. Málið hefur leitt til djúprar krísu innan SA sem neyddist til að fresta afhendingu Nóbelsverðlaunanna í ár. silja@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson