Davíð og Hjörtur sigurvegarar Rímnaflæðis

MC Gauti fékk góðar móttökur hjá áhorfendum.
MC Gauti fékk góðar móttökur hjá áhorfendum. Ljósmynd/Aðsend

Þeir Davíð Svanur Hafþórsson og Hjörtur Sigurðsson úr félagsmiðstöðinni Afdrep Snæfellsbæ stóðu uppi sem sigurvegarar eftir Rímnaflæði 2019, rappkeppni unga fólksins með laginu „Leiðinlegir dagar. Góð stemmning var í troðfullum Fellahelli í Fellaskóla, en keppnin var nú haldin í 20. skipti.

Í öðru sæti var Viktor Örn Hjálmarsson úr félagsmiðstöðinni Þruman með lagið „Ferillinn“ og í þriðja sæti lenti Sindri Sigurjónsson úr félagsmiðstöðinni Tvisturinn Hvolsvelli sem rappaði lagið „Hratt-Satt“.

Þess má geta að í ár röppuðu allir keppendur á íslensku.

Dómnefndina skipuðu þau Árni Matthíasson, Ragna Kjartansdóttir og Sölvi Blöndal.

Davíð Svanur Hafþórsson og Hjörtur Sigurðsson úr félagsmiðstöðinni Afdrep Snæfellsbæ …
Davíð Svanur Hafþórsson og Hjörtur Sigurðsson úr félagsmiðstöðinni Afdrep Snæfellsbæ eru sigurvegarar Rímnaflæðis. Ljósmynd/Aðsend
Viktor Örn Hjálmarsson úr félagsmiðstöðinni Þruman lenti í öðru sæti.
Viktor Örn Hjálmarsson úr félagsmiðstöðinni Þruman lenti í öðru sæti. Ljósmynd/Aðsend
Í þriðja sæti lenti Sindri Sigurjónsson úr félagsmiðstöðinni Tvisturinn á …
Í þriðja sæti lenti Sindri Sigurjónsson úr félagsmiðstöðinni Tvisturinn á Hvolsvelli. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson