Börn létust í loftárásum

Loftárásir í Idlib-héraði eru tíðar.
Loftárásir í Idlib-héraði eru tíðar. AFP

Að minnsta kosti ellefu óbreyttir borgarar, þeirra á meðal börn, létust í loftárásum í sýrlenska héraðinu Idlib í dag.  

Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja enn óljóst hvort  rússneskar herflugvélar eða sýrlenski stjórnarherinn stóð fyrir loftárásunum á bæinn Ariha.

Bærinn er undir yfirráðum uppreisnarmanna sem kalla sig Army of Conquest, sem m.a. hefur tengsl við Al-Qaeda. Hópurinn fer með völd í mestum hluta Idlib-héraðs.

Mannréttindasamtökin hafa birt myndband sem þau segja sýna ástandið í kjölfar árásarinnar. Á því má sjá fólk grafa í rústum eftir fólki á lífi.

Rússar og sýrlenski stjórnarherinn hafa ítrekað gert loftárásir í Idlib.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert