Koma verr fram við flóttafólk en dýr

Ástralski ljósmyndarinn Warren Richardson tók þessa mynd 28. ágúst í …
Ástralski ljósmyndarinn Warren Richardson tók þessa mynd 28. ágúst í fyrra í Roszke, Ungverjalandi. Á henni sést flóttamaður rétta barn undir gaddavírsgirðinguna. AFP

Utanríkisráðherra Lúxemborgar, Jean Asselborn, segir að víkja eigi Ungverjalandi úr Evrópusambandinu fyrir að brjóta grundvallargildi lýðræðisins og koma fram við flóttafólk líkt og um villidýr sé að ræða.

„Við getum ekki sætt okkur við að grundvallargildi Evrópusambandsins séu fótum troðin,“ segir Asselborn í viðtali við þýska blaðið Die Welt.

Flokkur Viktors Orbans, forsætisráðherra, Fidesz, nýt­ur stuðnings 48% kjós­enda. Flokk­ur­inn er hægri flokk­ur sem geng­ur miklu lengra í átt að þjóðern­is­flokk­um en flest­ir hefðbundn­ir hægri­flokk­ar í Evr­ópu. 

Asselborn lét þessi harkalegu ummæli falla í undanfara leiðtogafundar ESB sem verður haldinn í höfuðborg Slóvakíu, Bratislava, á föstudag. Þar verður rædd aðgerðaráætlun sambandsins varðandi framtíð þess án Bretlands. „Ungverjaland ætti í dag ekki möguleika á að fá aðild að ESB,“ segir Asselborn.

„Þeir sem reisa varnargirðingar, líkt og Ungverjar, gegn fólki á flótta undan stríði. Brjóta gegn frelsi fjölmiða og sjálfstæði dómskerfisins, á að vísa tímabundið úr, eða jafnvel til framtíðar, ESB,“ bætir hann við.

Utanríkisráðherra Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, tjáði sig um ummæli starfsbróður síns ío dag og segir það ekki í verkahring ríkja Evrópu. Hann skilji það vel að einhverjir innan Evrópu séu orðnir óþolinmóðir í garð Ungverja þegar kemur að umræðu á milli Ungverjalands og framkvæmdastjórnar ESB.  En hann sé ekki persónulega í þeirri stöðu að geta rekið aðildarríki út. Heldur verði að ræða flókinni umræðunni áfram. 

Asselborn var sérstaklega harðorður vegna gaddavírsgirðingunni sem Ungverjar settu upp við landamæri sín í suðri til þess að koma í veg fyrir að fólk á flótta kæmist inn í landið á leið sinni upp Balkanskagann.

„Það er jafnvel verr komið fram við fólk sem er að flýja stríð heldur en við villidýr,“ segir ráðherrann og bætir við að Ungverjaland sé ekki langt frá því að gefa út skotleyfi á flóttafólk.

Asselborn segir að þjóðarleiðtogar eins og Orban skemmi orðspor ESB með því að láta sambandið líta út fyrir að virða ekki einu sinni eigin gildi sem sett voru á sínum tíma.

Hann leggur til að breytingar verði gerðar á sáttmála ESB á þann veg að það sé auðveldara að reka ríki út úr bandalaginu. Að ekki þurfi lengur mótatkvæðalaust samþykki allra aðildarríkja líkt og nú er.

STR
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert