11 íbúar í Idlib létust

Fólki bjargað eftir loftárás á matarmarkaði í Sýrlandi.
Fólki bjargað eftir loftárás á matarmarkaði í Sýrlandi. AFP

Að minnsta kosti 11 manns létust þar á meðal tvö börn og yfir 20 manns særðust í loftárás á markað í borginni Idlib í norðvesturhluta Sýrlands í dag. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Stjórnarherinn ber ábygð á árásinni, að sögn mannréttindasamtaka Sýrlands. 

Stærsti hluti Idlib, þar á meðal Maaret al-Numan þar sem árásin átti sér stað, er undir stjórn Hayat Tahrir al-Sham (HTS) sem hryðjuverkasamtökin Al-Kaída stýra. 

Þrátt fyrir að á síðustu mánuðum hafi árásir verið nokkuð fátíðar í Idlib hefur stjórnarher  Sýrlands og herlið frá Rússlandi gert árásir á síðustu vikum í héraðinu. Í þeim árásum hafa fjölmargir íbúar látið lífið, að sögn mannréttindasamtaka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert