Mikil eyðilegging blasir við

AFP

Óvíst er hversu margir létust í hörðum jarðskjálfta á Papúa Nýju-Gíneu á mánudagskvöld en illa hefur gengið að koma neyðaraðstoð á skjálftasvæðin vegna skemmda á vegum. Vegna jarðskjálftans, sem var 7,5 stig að stærð, hafa gas- og olíufyrirtæki neyðst til að loka starfsemi sinni sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir efnahag landsins.

Samkvæmt fréttum fjölmiðla í Papúa Nýju-Gíneu eru brýr og aðrir innviðir illa farnir. Eins íbúðarhús sem virðast hafa fallið eins og spilaborgir á skjálftasvæðunum. Flestir þjóðvegir eru ófærir vegna skriðufalla og sprungusvæða.

PNG Post-Courier dagblaðið greindi frá því í gær að 30 hefðu látist en í dag segir í frétt blaðsins að 14 hafi látist. Allir sem létust voru í fastasvefni þegar skjálftinn reið yfir og hús þeirra hrundu. Lögreglan segir að yfir 20 hafi látist en ekki hefur verið gefin út opinber tala yfir fjölda látinna.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert