Kannabis löglegt í Kanada frá 17. október

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AFP

Neysla og ræktun á kannabis verður lögleg í Kanada frá 17. október næstkomandi. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, greindi frá þessu í dag en öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gær lög sem heim­ila neyslu kanna­bis. 52 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 29 gegn. Tveir sátu hjá. Fulltrúadeild þingsins hafði áður samþykkt frumvarpið.

Kan­ada er annað landið í heim­in­um sem lög­leiðir neyslu kanna­bis í öðrum en lækn­is­fræðileg­um til­gangi og fyrsta G7 ríkið. Úrúg­væ lögleiddi neyslu kannabils árið 2013 og þá hafa níu ríki í Banda­ríkj­un­um gert það.

Ginette Petitpas Taylor, heilbrigðisráðherra Kanada, er mjög stolt af lögleiðingunni. „Þessi sögulega löggjöf mun binda enda á bannlög og í stað þeirra verður til skynsamleg, ábyrg og réttsýn kannabisstefna,“ segir í Twitter-færslu ráðherrans.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert