Handtaka vegna bréfsprengjanna

Lögreglumenn á vettvangi í dag í Flórída-ríki vegna bréfasprengjumálsins.
Lögreglumenn á vettvangi í dag í Flórída-ríki vegna bréfasprengjumálsins. AFP

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið einstakling vegna bréfsprengja sem sendar hafa verið að udnanförnu til þekktra einstaklinga sem gagnrýnt hafa Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Þar á meðal forvera hans í embætti, Baracks Obama, keppinautar hans um forsetaembættið árið 2016, Hillary Clinton, og leikarans Roberts De Niros.

Fram kemur í frétt AFP að bandarískir embættismenn hafi staðfest handtökuna. „Við getum staðfest að einn einstaklingur er í haldi,“ segir á twittersíðu talsmanns bandaríska varnarmálaráðuneytisins.

Blaðamannafundur vegna málsins hefur verið boðaður klukkan 18:30 að íslenskum tíma, en fréttir vestra herma að viðkomandi hafi verið handtekinn í Flórídaríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert