Grunsamlegur pakki sendur til Bookers

Cory Booker er þingmaður Demókrataflokksins.
Cory Booker er þingmaður Demókrataflokksins. AFP

Grunsamlegur pakki sem stílaður er á demókratann Cory Booker hefur fundist í Flórída, samkvæmt bandarísku alríkislögreglunni FBI. Reynist sprengja í pakkanum, sem er að sögn FBI áþekkur þeim sem þegar hafa fundist, hafa alls ellefu bréfsprengjur verið sendar til háttsettra demókrata og annarra gagnrýnenda Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í vikunni.

Cory Booker er þingmaður Demókrataflokksins frá New Jersey, en pakkanum var veitt athygli á póstdreifingarstöð í Flórídaríki. Samkvæmt frétt Washington Post er bandaríska alríkislögreglan að skoða hvort hluti bréfsprengjanna sem nú þegar hafa fundist hafi verið sendur frá suðurhluta Flórídaríkis.

Annar pakki stílaður á CNN

Lögreglan í New York rannsakar einnig grunsamlegan pakka sem fannst í New York í dag. Sá var stílaður á James Clapper, sem starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Baracks Obama. Heimilisfangið á pakkanum voru höfuðstöðvar fjölmiðilsins CNN, samkvæmt frétt New York Times. 



James Clapper, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.
James Clapper, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert