Maðurinn sem var handtekinn fyrr í dag, grunaður um að hafa sent bréfsprengjur til fólks sem hefur gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta, heitir Cesar Sayoc. Hann er 56 ára gamall repúblikani og á langan sakaferil að baki.
Bandarísk yfirvöld hafa greint frá því að fleiri handtökur gætu fylgt í kjölfarið. Sayoc var handtekinn í Flórída.
Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs á Sayoc langan sakaferil að baki; til að mynda þjófnað á bíl og sprengjuhótun. Hann lýsti yfir gjaldþroti árið 2012.
Trump fordæmdi sendingarnar fyrr í dag og hvatti Bandaríkjamenn til að sameinast.
WATCH: Social media video shows mail bombing suspect Cesar Sayoc attending pro-Trump rally in Oct. 2016 https://t.co/QOC2JDvOIU pic.twitter.com/GsCKtEjYKD
— CBS News (@CBSNews) October 26, 2018
„Þetta er greinileg hryðjuverkaárás,“ sagði James Clappar, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Hann starfaði í ríkisstjórn Baracks Obama og fékk grunsamlega sendingu til sín í dag. Hann bætti því við að allir sem hefðu gagnrýnt Trump þyrftu að vera vel á verði.