Repúblikani með langan sakaferil að baki

Frá aðgerðum lögreglu á Flórída í dag.
Frá aðgerðum lögreglu á Flórída í dag. AFP

Maðurinn sem var handtekinn fyrr í dag, grunaður um að hafa sent bréfsprengjur til fólks sem hefur gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta, heitir Cesar Sayoc. Hann er 56 ára gamall repúblikani og á langan sakaferil að baki.

Bandarísk yfirvöld hafa greint frá því að fleiri handtökur gætu fylgt í kjölfarið. Sayoc var handtekinn í Flórída.

Cesar Sayoc.
Cesar Sayoc.

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs á Sayoc langan sakaferil að baki; til að mynda þjófnað á bíl og sprengjuhótun. Hann lýsti yfir gjaldþroti árið 2012.

Trump fordæmdi sendingarnar fyrr í dag og hvatti Bandaríkjamenn til að sameinast.

„Þetta er greinileg hryðjuverkaárás,“ sagði James Clappar, fyrrverandi þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Banda­ríkj­anna. Hann starfaði í ríkisstjórn Baracks Obama og fékk grunsamlega sendingu til sín í dag. Hann bætti því við að allir sem hefðu gagnrýnt Trump þyrftu að vera vel á verði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert