Battisti handtekinn í Bólivíu

Jair Bolsonaro forseti Brasilíu hafði heitið því að framselja Battisti.
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu hafði heitið því að framselja Battisti. AFP

Cesare Battisti, fyrrverandi uppreisnarmaður, hefur verið handtekinn í Bólivíu að því er BBC greinir frá. Battisti hefur verið eftirlýstur í heimalandi sínu Ítalíu, en honum tókst að flýja úr ít­ölsku fang­elsi árið 1981. Hann var sakaður um fjög­ur morð á átt­unda ára­tugn­um og beið eft­ir því að réttað yrði í hans mál­um er hann flúði, en sjálfur neitar hann að hafa framið morðin.

Battisti dvaldi árum saman í Brasilíu á flótta undan ítalskri réttvísi, en yfirvöld þar í landi í forsetatíð Luiz Inacio Lula da Silva að neituðu að framselja hann til Ítalíu. Nýkjörinn forseti landsins Jair Bolsonaro hefur hins vegar heitið því að framselja hann.

Filipe Martins, ráðgjafi Bolsonaros í alþjóðamálum, greindi frá því á Twitter að Battisti hefði verið handtekinn. „Hann verður bráðlega fluttur til Brasilíu, en þar verður hann væntanlega sendur til Ítalíu til að afplána lífstíðardóm,“ sagði Martins í færslu sinni.

Þá sendi brasilíski stjórnmálamaðurinn Eduardo Bolsonaro, sem er sonur forsetans, Matteo Salvini innanríkisráðherra Ítalíu skilaboð á Twitter. „Brasilía er ekki lengur land glæpamanna. „Litla gjöfin er á leiðinni,“ stóð í færslu hans.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2004/03/05/eftirlystum_hrydjuverkamanni_sleppt_i_paris/

Handtökuskipun var gefin út á hendur Battisti í Brasilíu í desember er þávarandi forseti landsins Michel Temer nam dvalarleyfi hans úr gildi. Battisti flúði þá og kváðust lögregla og lögfræðingur hans á þeim tíma ekki hafa hugmynd um hvar hann væri niðurkominn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert