300 jakuxar drápust úr hungri

Að minnsta kosti 300 jakuxar drápust úr hungri í afskekktum …
Að minnsta kosti 300 jakuxar drápust úr hungri í afskekktum dal í Himalaja-fjallgarðinum eftir óvenju harðan vetur. AFP

Að minnsta kosti 300 jakuxar drápust úr hungri í afskekktum dal í Himalaja-fjallgarðinum  eftir óvenju harðan vetur.

Yfirvöldum í héraðinu Sikkim í norðausturhluta Indlands bárust fyrstu ábendingarnar um raunarleg afdrif jakuxanna frá hópi fólks sem var á ferðalagi í Mukuthang-dalnum í desember. Tilkynningunum hefur ítrekað fjölgað eftir áramót.

Íbúar í dalnum óskuðu eftir aðstoð yfirvalda til að fæða skepnurnar eftir að mikill hríðarbylur gekk yfir svæðið. Um 1.500 jakuxar eru í dalnum og gegna þeir mikilvægu hlutverki í daglegu lífi íbúa í dalnum, mjólk þeirra er nýtt til drykkjar og til framleiðslu mjólkurafurða, ull af þeim er verkuð og jakuxarnir eru einnig mikilvægir þegar kemur að samgöngum.

„Við gerðum nokkrar tilraunir til að komast að þeim en án árangurs. Engir vegir voru færir og ekki var hægt að fljúga sökum veðurs,“ segir Raj Kumar Yadav, talsmaður yfirvalda í samtali við AFP-fréttastofuna. Það var ekki fyrr en í dag sem tókst að komast að jakuxunum og kom þá í ljós að rúmlega 300 þeirra hafa drepist úr hungri. Íbúar á svæðinu fullyrða að dauðsföllin séu nær 500 og unnið er að því að fá yfirsýn yfir ástandið, að sögn yfirvalda.

Íbúar í dalnum óskuðu eftir aðstoð yfirvalda til að fæða …
Íbúar í dalnum óskuðu eftir aðstoð yfirvalda til að fæða skepnurnar eftir að mikill hríðarbylur gekk yfir svæðið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert